Særeki var stofnað 2001 til að sinna nýsmíði og viðahaldsverkefnum í byggingariðnaði

Á fyrstu árunum sinntum við ýmsum verkefnum og smíðuðum glugga af og til en 2006 færðum við okkur meira í glugga og hurðasmíði. Fyrst í stað voru slík verkefni tilfallandi en árið 2008 voru keyptar sérhæfðari vélar til slíkrar smíði og þá aðallega til viðhaldsverka. 2012 færðum við okkur alfarið í glugga- og hurðasmíði ásamt uppsetningu á gluggum en 2015 settum við smíðina í forgang og hættum uppsetningum að mestu nema í tilfallandi verkefnum.

Særeki ehf. hefur undanfarið verið að innleiða gæða- og verkstjórnunarkerfi og stefnan sett á að stunda alfarið glugga- og hurðasmíði á verkstæðinu okkar.

Eigandi Særeka ehf. er Sævar Ingi Pétursson en hann er húsasmíðameistari, tækniteiknari og með menntun í sölu- rekstrar- og markaðsfræðum. Hann hefur reglulega sótt námskeið hjá Iðan fræðslusetri og hefur yfir 27 ára reynslu í byggingaiðnaði