Gluggar & opnanleg fög


Í þeim stærðum og gerðum sem henta þér!

Smíðum glugga og opnanleg fög í ýmsum stærðum og gerðum, bæði í ný og gömul hús. Viður í gluggum er aðallega fura, mahóní og Oregon pine en í opnanlegum fögum er limtrés fura, Oregon pine eða mahóní.

Efni í gluggum og opnanlegum fögum er allt sérvalið af starfsmönum Særeka. Við leitumst við að finna besta efnið hjá byrgjum hverju sinni, þ.e. beint, þéttvaxið og án allra galla. Með því að bjóða eingöngu upp á gæðaefni í gluggum og opnanlegum fögum frá okkur leggjum við grunninn að góðri vöru.

Hægt er að fá gluggana:

Með ál-, tré- eða plast botnlistum

Með eða án glers

Tvöfalt Top N+ gler er í gluggum og hægt er að að fá ýmsar tegundir, til dæmis öryggis- eða sandblásið gler.

Val er um glugga í ýmsum litum, olíuborna eða ómálaða.

Opnaleg fög eru með brautalömum og gluggalæsingar með næturopnun. Einnig fást opnaleg fög með hornlömum og axa stormjárni

Hægt er að skoða fleiri myndir í myndagallerí.

Einnig getur þú sótt bækling með fleiri upplýsingum

Hér getur þú sótt mælingarblað fyrir glugga.