Hurðir


Í þeim stærðum og gerðum sem henta þér!

Smíðum útihurðir í ýmsum útfærslum - sjá mynda gallerí og teikningar af hurðum. Efniviður hurða er aðallega mahóní eða Oregon pine og rásaður fleki. Þær koma með fulningum og gleri eða allt eftir óskum hvers og eins.

Efni í hurðum er allt sérvalið af starfsmönum Særeka. Við leitumst við að finna besta efnið hjá byrgjum hverju sinni, þ.e. beint, þéttvaxið og án allra galla. Með því að bjóða eingöngu upp á gæðaefni í hurðir frá okkur leggjum við grunninn að góðri vöru.

Botnlistar eru fáanlegir úr áli, tré eða plasti.

Hurðir frá okkur eru glerjaðar og er glerið innifalið í uppgefnu verði.

Tvöfalt Top N+ gler er í hurðum og hægt er að að fá ýmsar tegundir af gleri, til dæmis öryggis- eða sandblásið gler.

Val er um hurðir í ýmsum litum, olíubornar eða ómálaðar.

Allar hurðir eru með þriggja punkta Assa skrám nema um rafmagnslæsingu sé að ræða.

Hurðir sem opnast inn á við eru með stáli á hurða og þröskuldi.

Hægt er að skoða fleiri myndir og fá nánari upplýsingar eða vörunúmer í myndagallerí og teikningum af hurðum